Sigrún Eva Ármannsdóttir - Eskils

Sigrún Eva Ármannsdóttir - Eskils

Kaupa Í körfu

Sigrún Eva Ármannsdóttir er flestum Íslendingum að góðu kunn enda létti hún landanum lundina með söng um margra ára skeið og náði meðal annars þriðja besta árangri íslensks framlags í Eurovision árið 1992 ásamt Sigríði Beinteinsdóttur, með lagið Nei eða já. Sigrún hefur síðan þá söðlað um og stýrir nú hugbúnaðarfyrirtækinu Eskli og hefur gert frá áramótum. Hún er upphaflega frá Ólafsfirði og að loknu stúdentsprófi frá MA kláraði hún BA-nám í ensku, frönsku og kennslufræðum og nokkru síðar í tölvunarfræði. Þá er hún með masterspróf í tölvunarfræði með áherslu á viðmótsfræði frá Heriot-Watt-háskólanum í Edinborg. Ég hafði alltaf mikinn áhuga á tölvum og tölvunarfræði, enda tel ég hana grunn að svo mörgu öðru þar sem svo margt í dag snýst um upplýsingatækni, segir Sigrún

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar