Listasjóður Dungals

Friðrik Tryggvason

Listasjóður Dungals

Kaupa Í körfu

DAVÍÐ Örn Halldórsson myndlistarmaður hlaut styrk að upphæð kr. 500.000 þegar styrkir voru veittir úr Listasjóði Dungals í gær. Björk Viggósdóttir og Birta Guðjónsdóttir hlutu sinn styrkinn hvor að upphæð kr. 300.000. Dómnefnd sjóðsins skipuðu Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, formaður, Guðrún Einarsdóttir, myndlistarmaður, fulltrúi SÍM, og Gunnar B. Dungal. Þetta er voða flott. Ég er í skýjunum, sagði Davíð Örn. Það er ánægjulegt að vera með Dungal bakvið sig, það hálpar. Svo er spennandi að verk eftir mig fari í safnið sem Gunnar og Þórdís hafa verið að byggju upp á síðustu fimmtán árum. Það er gaman að vera í góðum félagsskap með sína myndlist, í safni sem til er stofnað af heilum hug og hugsjón. Davíð Örn er fæddur í Reykjavík árið 1976 og útskrifaðist frá LHÍ árið 2002. Hann er óhefðbundinn málari, sækir efni og aðferðir til borgarmenningar og notar óhefðbundin efni eins og túss, límbönd og úðalakk. Sýning á verkum Davíðs Arnar stendur nú yfir í Galleríi Ágúst við Baldursgötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar