Selur í Borgarnesi

Guðrún Vala Elísdóttir

Selur í Borgarnesi

Kaupa Í körfu

SELUR, sem skolaði á land við brúna í Brákarey í Borgarnesi í gærkvöldi, vakti mikla athygli meðal íbúa bæjarfélagsins sem flykktust að til þess að skoða dýrið. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var talið að um urtu væri að ræða og að hún væri að kæpa. Þótti óráðlegt að fara nálægt dýrinu sem velti sér og hristi sig. En urtur verða ósjálfbjarga á þurru landi þegar þær kæpa og geta hæglega bitið frá sér. Var kallað eftir dýralækni til þess að meta aðstæður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar