Landsliðsmenn á göngu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landsliðsmenn á göngu

Kaupa Í körfu

FLESTIR og helst allir leikmanna minna verða að eiga toppleik gegn Þjóðverjum til þess að eiga erindi í þá. Menn verða að leika af meiri aga og hraða í sókninni en hingað til auk fleiri atriða sem verða að vera í lagi, sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, um væntanlega viðureign við Þjóðverja í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í dag. Alfreð segir æfingu landsliðsins í gær hafa verið góða og gefi vonandi fyrirheit um að landsliðið reki af sér slyðruorðið þótt við ramman reip sé að draga gegn heimsmeisturunum MYNDATEXTI Leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik æfðu í gærdag í íþróttahöllinni í Þrándheimi, en í gærkvöldi fóru þeir í göngutúr um miðbæ borgarinnar. Strákarnir mæta Þjóðverjum í dag á EM kl. 15.20.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar