Bára

Helgi Bjarnason

Bára

Kaupa Í körfu

Grindavík | Nýir eigendur verslunarinnar Báru í Grindavík hafa verið að breyta og bæta og bjóða upp nýja þjónustu. Þeir eru staðráðnir í að rífa reksturinn upp og gera Báruna að þeirri miðstöð sem hún lengi var í Grindavík. Einar Kristinn Þorsteinsson og hjónin Heiðar Guðmundsson og Særún Lind Barnes keyptu verslunina Báru undir lok síðasta árs af Birni Haraldssyni sem hafði rekið hana í 37 ár. Árni Björn, sonur Bangsa, nefndi það við mig síðastliðið sumar að verslunin væri til sölu. Við Heiðar vorum þá á sjó saman, segir Einar Kristinn. Hann er búsettur í Barcelona á Spáni og rekur þar heildsölufyrirtæki með heilsuvörur. Hann segist hafa verið að íhuga að hefja viðskipti í gamla heimabænum, Grindavík, en vantað góðan mann með sér. Þegar þessi möguleiki hafi komið til tals milli þeirra félaga á sjónum hafi þeir ákveðið að slá til og kaupa Báruna. MYNDATEXTI Heiðar Guðmundsson og Einar Kristinn Þorsteinsson keyptu verslunina Báru og vinna að eflingu hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar