Blind bjargdúfa á Djúpavogi

Andrés Skúlason

Blind bjargdúfa á Djúpavogi

Kaupa Í körfu

Djúpivogur | Þegar Andrés Skúlason á Djúpavogi kom til vinnu sinnar í öndverðum janúarmánuði stóð umkomulaus bjargdúfa við útidyrnar. Við skoðun kom í ljós að dúfan var blind og augun djúpt sokkin í sárum. Engar skýringar hafa fengist á þessari blindu, að sögn Andrésar, en þó hafa menn getið sér til að hún hafi orðið fyrir flugeldi sem sviðið hafi augu hennar. Andrés tók dúfuna með heim, gaf henni augndropa, þreif útferð úr augum með eyrnapinna og bjó um hana í eldhúsinu. Dúfan fékk sjón smám saman og var útskrifuð af göngudeild hjá Andrési yfir í flugdeild, eftir þriggja daga vist. Hún nær vísast ekki sjón nema á öðru auganu en það dugar til að hún er nú flogin. MYNDATEXTI Augnskaði Bjargdúfan jafnaði sig eftir nærgætnislega meðferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar