Haukar - KA fjórði leikur

Skapti Hallgrímsson

Haukar - KA fjórði leikur

Kaupa Í körfu

FORRÁÐAMENN KA standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun nái handknattleikslið félagsins að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik á heimavelli sínum í dag. Lokahóf Handknattleikssambands Íslands fer fram í kvöld í Reykjavík og þegar Árni Þór Freysteinsson, formaður KA, var inntur eftir því hvort KA-liðið myndi fagna með stuðningsmönnum og samstarfsaðilum í heimabænum eða hvort leikmenn liðsins færu til Reykjavíkur var greinilegt að stjórn félagsins hafði íhugað málið gaumgæfilega. MYNDATEXTI: Viggó Sigurðsson , þjálfari Hauka, hefur mikla reynslu af úrslitarimmum. Margir telja að það hafi verið afar sterkur leikur hjá honum að kalla á Petr Baumruk og Halldór Ingólfsson , sem hafa ekki leikið með Haukum í úrslitarimmunum vegna meiðsla, til að vera tilbúna á Ásvöllum. Viggó setti þá ekki inná , en hann mun gera það á Akureyri ef mikið liggur við. Hér eru þremenningarnir á bekknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar