Pétur mikli strandaði

Alfons

Pétur mikli strandaði

Kaupa Í körfu

DÝPKUNARSKIPIÐ Pétur mikli sem er að vinna við dýpkunarframkvæmdir í Ólafsvíkurhöfn tók niðri í gærmorgun austan við höfnina er skipið var að fara með grjótfarm og losa hann nálægt austurkantinum. Að sögn Péturs Bogasonar, hafnarvarðar í Ólafsvík, misreiknaði skipstjórinn dýpið, en aðeins eins metra dýpi er þar sem Pétur mikli tók niðri og situr skipið nú á grjóthrúgunni sem það losaði. Dýpkunarkrani reyndi að losa Pétur mikla í gærmorgun en tókst ekki. Á flóðinu í gærkvöldi var hafist handa við að losa Pétur mikla af strandstað, og sá dýpkunarkraninn um að grafa frá skipinu og tókust björgunaraðgerðirnar vel. Engar skemmdir urðu á Pétri mikla, sem hóf strax að dýpka er hann var laus af strandstað. MYNDATEXTI Unnið var að björgunaraðgerðum á flóðinu í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar