Borgarstjóraskipti

Borgarstjóraskipti

Kaupa Í körfu

ÓLAFUR F. Magnússon tók við lyklavöldum borgarstjóra í ráðhúsinu af fráfarandi borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni, eftir átakafund í borgarstjórn í gær. Þrátt fyrir að hitnað hafi í kolunum í borgarstjórn kom nýjum og fráfarandi borgarstjóra vel saman við lyklaskiptin og hrósaði Ólafur forvera sínum í hástert fyrir frammistöðu sína í embættinu. Sagðist Ólafur vonast til þess að hann og Dagur ynnu aftur saman í framtíðinni, þó svo að málum hafi lyktað svona að þessu sinni. Óskaði Dagur honum velfarnaðar í starfi. MYNDATEXTI borgarstjórnarfundi sem fór fram fyrr um daginn sagði Dagur að í gær hefði átt að kjósa aftur í Reykjavík, enda væri íbúum misboðið. Sagði hann að undanfarna daga hefði verið misfarið með lýðræði og vald.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar