Nýbygging MS félagsins

Nýbygging MS félagsins

Kaupa Í körfu

ÞRIÐJI áfangi húss MS-félags Íslands við Sléttuveg í Reykjavík var tekinn í notkun í gær. Þessi viðbót er 180 m2 og bætir mjög aðstöðu til dagvistar, sjúkra- og iðjuþjálfunar og umönnunar. Heildarkostnaður við viðbótina nemur 60 milljónum króna. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS-félagsins, sagði að félagið hafi fengið rausnarlega styrki sem gerðu bygginguna mögulega. Höfðinglegur styrkur úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur hafi ráðið úrslitum um að hægt var að hefjast handa. Þá hefur félagið einnig fengið styrki frá Framkvæmdasjóði fatlaðra, Alþingi, Reykjavíkurborg, Menningarsjóði VISA, Kópavogsbæ og Svölunum, sem hafa stutt MS-félagið dyggilega. Sigurbjörg Ármannsdóttir og Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs og móðir Margrétar heitinnar Björgólfsdóttur, klipptu síðan á borða til tákns um opnun nýju viðbyggingarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar