Eldri borgarar í tölvuleik

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldri borgarar í tölvuleik

Kaupa Í körfu

AUÐVELDARA er að brúa kynslóðabilið en margur heldur því ekki þarf annað en svolítinn tíma, nokkrar tölvur og jákvætt hugarfar til að svo megi verða. Í félagsmiðstöð eldri borgara í Hæðargarði fer fram tölvukennsla tvisvar í viku þar sem nemendur í 7. bekk Breiðagerðisskóla hitta eldri borgara og sýna þeim eitt og annað gagnlegt við tölvurnar. Það fer ekki milli mála að kennslustundirnar eru hin besta skemmtan fyrir nemendur og leiðbeinendur. Fyrirkomulagið er þannig að nokkrir 7. bekkingar mæta í hverja kennslustund sem er allt að tvær klukkustundir í senn MYNDATEXTI Hvað ungur nemur gamall temur Yngri kynslóðin kennir þeirri eldri á tölvur í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar