Haukar - KA fjórði leikur

Skapti

Haukar - KA fjórði leikur

Kaupa Í körfu

Geir Sveinsson um úrslitarimmu KA og Hauka "ÞESSI leikur verður barátta milli reynslumanna annars vegar og þeirra sem hafa hungrið hins vegar og spurningin er sú hvorum megin sigurinn fellur," segir Geir Sveinsson, þjálfari Vals og þrautreyndur handknattleiksmaður þegar hann var beðinn að spá í spilin fyrir úrslitaleik KA og Hauka í dag. "Til þessa í einvíginu hefur heimavöllurinn ráðið úrslitum, það er að heimaliðið hefur borið sigur úr býtum. Að þessu sinni held ég að heimvöllurinn ráði ekki eins miklu og áður," segir Geir. MYNDATEXTI: Landsliðsnýliðarnir úr KA, Hörður Flóki Ólafsson og Jónatan Magnússon, og gamla brýnið Erlingur Kristjánsson, ræðast við í leiknum gegn Haukum á Ásvöllum, fjórða og næstsíðasta úrslitaleiknum í fyrrakvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar