Strákur að grafa sér snjóhús

Valdís Þórðardóttir

Strákur að grafa sér snjóhús

Kaupa Í körfu

Kolbeinn S. Hrólfsson hefur ásamt vinum sínum unnið að því að grafa sér snjóhús í skafli fyrir utan Austurbæjarskóla í Reykjavík. Nægt byggingarefni er á staðnum og aðstæður til húsbygginga allar hinar bestu. Horfur eru á rigningu á Suðvesturlandi í dag, sunnudag. Það er því viss hætta á að húsið verði fyrir tjóni. Hins vegar er spáð kulda og snjókomu alla næstu viku. Það er því um að gera að gefast ekki upp, heldur halda áfram að bæta húsið. En það þarf að velja góða byggingarstaði undir snjóhús og alls ekki þar sem gröfur eru að moka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar