Straumur skilar ársuppgjöri

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Straumur skilar ársuppgjöri

Kaupa Í körfu

SEINNI hluti síðasta árs var Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka erfitt eins og flestum öðrum fjármálafyrirtækjum. Tap á fjórða ársfjórðungi nam 0,6 milljónum evra og var það nokkuð undir spám greiningardeilda, sem höfðu gert ráð fyrir um 15 milljóna evra hagnaði á tímabilinu. Hagnaður yfir árið 2007 í heild sinni nam tæpum 163 milljónum evra, eða um 15,6 milljörðum króna á núvirði, en árið 2006 nam hagnaður bankans 515 milljónum evra. Hagnaðurinn varð nær allur til á fyrri helmingi ársins, en á þriðja ársfjórðungi 2007 var hagnaður 0,2 milljónir evra. MYNDATEXTI William Fall segir tekjur Straums dreifðari en áður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar