Una sekkur

Reynir Sveinsson

Una sekkur

Kaupa Í körfu

Sandgerði | Bátur sökk í Sandgerðishöfn í fyrrakvöld. Möstrin ein standa upp úr auk þess sem báturinn skildi eftir sig olíubrák. Una SU, sem er 35 ára gamall eikarbátur og liðlega 20 brúttótonn að stærð, hefur legið bundin við bryggju í Sandgerðishöfn í nokkur ár. Báturinn er kvótalaus. Hann var gerður út frá Sandgerði frá árinu 1994 í tæpan áratug en hefur síðan legið óhreyfður við bryggju. Una er skráð í eigu útgerðar í Neskaupstað. Báturinn er einn af mörgum svokölluðum óreiðubátum í höfninni og hafnarsvæðinu. MYNDATEXTI Sokkinn Aðeins möstrin á Unu standa upp úr sjónum í höfninni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar