Héraðsdómur - Pólstjörnumálið

Héraðsdómur - Pólstjörnumálið

Kaupa Í körfu

Ríkissaksóknari krafðist við aðalmeðferð Pólstjörnumálsins svonefnda í gær fangelsisrefsingar yfir sexmenningunum sem ákærðir eru í málinu sem varðar tilraun til smygls á 23,5 kg af amfetamíni, 13,9 kg af e-töfludufti og loks 1.746 e-töflum til landsins 20. september. Fíkniefnin fundust í skútu sem tveir hinna ákærðu sigldu yfir Atlantshafið. Sakborningarnir búast allir, nema einn, við fangelsisrefsingu en umræddur sakborningur krefst þess að hann verði sýknaður af ákæru MYNDATEXTI Fíkniefnamál Sakborningar í Pólstjörnumálinu gættu þess mjög vandlega að andlit sitt þekktist ekki þegar ljósmyndarar voru í dómhúsinu og tóku ekki af sér húfurnar fyrr en dyrum dómsalarins hafði verið lokað

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar