Ragna Hermannsdóttir

Ragna Hermannsdóttir

Kaupa Í körfu

RAGNA Hermannsdóttir var 56 ára þegar hún útskrifaðist af náttúrusviði úr öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1980. Tvítug hafði hún hafið nám í Garðyrkjuskólanum á Reykjum, útskrifast þaðan, gift sig og stofnað garðyrkjustöð í Hveragerði ásamt manni sínum. Fyrir einskæra tilviljun tók hún sem valfag kúrs í myndlist í menntaskólanum og eftir það varð ekki af listabrautinni snúið. Þá var hún gift kona og saman höfðu þau hjónin alið upp þrjú fósturbörn. MYNDATEXTI Ævintýralegt líf Ragna Hermannsdóttir hefur lært garðyrkju, ljósmyndun og myndlist, m.a. í Ríkisakademíunni í Amsterdam.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar