50 milljónir

Skapti Hallgrímsson

50 milljónir

Kaupa Í körfu

GÓÐTEMPLARAREGLAN á Akureyri afhenti Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) í gær 50 milljónir króna að gjöf til stofnunar á sérstökum sjóði sem varið verður til kaupa á tækjum og búnaði til greiningar og meðferðar hjartasjúkdóma á stofnuninni. Að sögn forsvarsmanna FSA er hér um að ræða einhverja alstærstu gjöf sem FSA hefur fengið frá upphafi. MYNDATEXTI Höfðinglegt Fremst fyrir miðju standa fulltrúar Góðtemplarareglunnar á Akureyri; Gunnar Lórenzson, Árni Valur Viggósson og Guðmundur Magnússon. Aðrir eru, f.v.: Jón Þór Sverrisson, forstöðulæknir Lyflækningadeilda, Ólína Torfadóttir, framkv.stj. hjúkrunar, Þorvaldur Ingvarsson, frkv.stj. lækninga, Gunnar Þór Gunnarsson, yfirlæknir hjartalækninga, Halldór Jónsson, forstjóri FSA og Vignir Sveinsson, frkv.stj. fjármála- og reksturs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar