Straumhvörf - átaksverkefni

Straumhvörf - átaksverkefni

Kaupa Í körfu

MANNAUÐUR fatlaðra er auðlind sem fyrirtæki hér á landi hefðu hag af að nýta betur. Þá væri æskilegt að hér störfuðu svonefnd félagsleg fyrirtæki, sem ekki eru endilega rekin með gróða að leiðarljósi, en geta hjálpað fólki sem glímt hefur verið geðfatlanir að komast aftur út í atvinnulífið. Þetta kom fram í máli Héðins Unnsteinssonar, sérfræðings í heilbrigðisráðuneytinu, en hann stýrði í gær fundi um félagsleg fyrirtæki og hag íslensks samfélags af rekstri þeirra. Fundurinn var haldinn af Straumhvörfum eflingu þjónustu við fatlaða og Samtökum atvinnulífsins. MYNDATEXTI Vel var mætt á fundinn og fóru fram umræður að framsögum loknum. Straumhvörf er fimm ára verkefni vegna átaks í þjónustu við geðfatlað fólk. Í verkefnið var settur einn milljarður af söluandvirði Símans og hálfur milljarður úr framkvæmdasjóði fatlaðra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar