Öskudagur

Skapti Hallgrímsson

Öskudagur

Kaupa Í körfu

MIKIÐ var um að vera í verslunum og öðrum fyrirtækjum á Akureyri í gær eins og venjulega á öskudaginn. Kötturinn var sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi og sáu starfsmenn Norðurorku um að undirbúa það. Árni Páll Árnason varð tunnukóngur og Reynir Birgisson kattarkóngur. Ungur drengur sem blaðamaður ræddi við á Ráðhústorgi var sannfærður um að köttur væri í tunnunni og það kemur popp úr kettinum, sagði stráksi. Líf og fjör var í fyrirtækinu Blikkrás við Óseyri að vanda, en þar hafa Oddur Helgi Halldórsson og hans fólk staðið fyrir söngkeppni á þessum degi í mörg ár. Þá má geta þess að krakkar sem komu við hjá bæjarsjónvarpinu N4 sungu öll í beinni útsendingu. MYNDATEXTI Smá hjálp Starfsmenn Norðurorku aðstoðuðu suma á Ráðhústorginu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar