La Traviata

La Traviata

Kaupa Í körfu

ÞAÐ er ástæða fyrir því að La traviata er ein mest sýnda ópera tónbókmenntanna. Sagan, sem byggð er á Kamelíufrúnni eftir Alexandre Dumas, höfðar til fólks á öllum tímum, og er saga af ást sem ekki fær að þrífast vegna fordóma og samfélagsaðstæðna. Tónlist Verdis er drifkrafturinn sem gerir óperuna að sönnum gullmola. Allt frá forleiknum í upphafi, þar sem Verdi vísar snilldarlega í niðurlag óperunnar og grimm örlög la traviötu, Víólettu Valery og óperuna á enda, er hvert atriðið af öðru, aríur, dúettar, kórar, millispil, svo fullkomlega meitluð af hendi tónskáldsins, svo fullkomlega trú sögunni og svo fullkomlega trú sögupersónum sínum, að fátítt er að allt falli svo listilega saman í einu verki. MYNDATEXTI Snilldarverk La Traviata stóð undir væntingum að mestu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar