Hlynur í Ungblind

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hlynur í Ungblind

Kaupa Í körfu

Það er sérstök upplifun að fara á kaffihús þar sem er svartamyrkur og þjónarnir blindir. Kristín Heiða Kristinsdóttir prófaði að fara á eitt slíkt í miðborginni og leið eins og blindum kettlingi. Beggi, gríptu borðtuskuna, kallar Hlynur til félaga síns í myrkrinu þar sem þeir þjóna gestum á blindu kaffihúsi sem Ungblind setti upp í Hinu húsinu á Vetrarhátíðinni. Við þessi orð Hlyns fara sjáandi gestir að hlæja því þeir vita að báðir þessir þjónar eru blindir. Gestirnir sitja við nokkur borð í myrkrinu og reyna að borða kökur og drekka kaffi án þess að sulla niður á sig. Hlynur og Beggi kunna að gera grín að sjálfum sér og ekki síður öðrum. Beggi til dæmis hrópar hneykslaður þegar hann ætlar að ganga frá borði þar sem gestir eru nýfarnir: Þetta er svakalegt sull, það er kaka út um allt borð, mætti halda að fólk væri staurblint hérna. MYNDATEXTI Lætur ekkert stoppa sig Hlynur fer á kaffihús og gerir flest það sem aðrir gera þrátt fyrir aðeins 30% sjón.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar