Stærri-Árskógur

Skapti Hallgrímsson

Stærri-Árskógur

Kaupa Í körfu

FÓLKIÐ í Stærri-Árskógi í Dalvíkurbyggð brosti breitt í gærmorgun þegar mjólkurbíll kom þangað í fyrsta skipti eftir stórbrunann í haust. Hjónin Guðmundur Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir afgreiddu þar með mjólk í fyrsta skipti síðan þá og við sama tækifæri afhenti MS þeim hjónum viðurkenningu fyrir stórhug og dugnað við uppbyggingu í kjölfar brunans, en rösklega þriðjungur af fyrirhugaðri aðstöðu hefur þegar verið byggður upp. MYNDATEXTI Sigurður R. Friðjónsson samlagsstjóri, Guðmundur Steindórsson ráðunautur, Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður, Eiður Steingrímsson mjólkurbílstjóri, Freydís og Guðmundur og dóttirin Bríet Una.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar