Stærri-Árskógur

Skapti Hallgrímsson

Stærri-Árskógur

Kaupa Í körfu

FÓLKIÐ í Stærri-Árskógi í Dalvíkurbyggð brosti breitt í gærmorgun þegar mjólkurbíll kom þangað í fyrsta skipti eftir stórbrunann í haust. Hjónin Guðmundur Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir afgreiddu þar með mjólk í fyrsta skipti síðan þá og við sama tækifæri afhenti MS þeim hjónum viðurkenningu fyrir stórhug og dugnað við uppbyggingu í kjölfar brunans, en rösklega þriðjungur af fyrirhugaðri aðstöðu hefur þegar verið byggður upp. MYNDATEXTI Sá fyrsti innfæddi Hjónin og bændurnir Guðmundur Jónsson og Freydís Inga Bóasdóttir og dóttirin Bríet Una í nýja fjósinu í gærmorgun ásmt Sokku; fyrsta kálfinum sem fæddist þar. Aðrir gripir í húsinu eru aðfluttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar