Eldvarnarátak / Lena Örvarsdóttir

Alfons Finnsson

Eldvarnarátak / Lena Örvarsdóttir

Kaupa Í körfu

Ólafsvík | Slökkvilið Snæfellsbæjar veitti Lenu Örvarsdóttir verðlaun fyrir þátttöku í getraun vegna eldvarnarátaks sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til fyrr í vetur. Hún var ein þeirra 34 barna landinu sem dregin voru út. Slökkviliðsmenn heimsóttu nær alla grunnskóla landsins og fræddu átta ára börn um eldvarnir og öryggismál og gáfu þeim kost að taka þátt í eldvarnargetrauninni. Svanur Tómasson slökkviliðstjóri afhenti Lenu viðurkenningarskjal, MP3-spilara, reykskynjara og fleira í verðlaun og að því loknu fékk Lena ásamt Gylfa, bróður sínum, að skoða slökkviliðsbílana og tæki slökkviliðsins. MYNDATEXTI Lena fékk vegleg verðlaun og er hún hér ásamt Sigurði Guðmundssyni varaslökkviliðsstjóra, Gylfa, bróður sínum, og móðir hennar, Barbara, þakkar Svani Tómassyni slökkviliðsstjóra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar