Rúnar Þór Njálsson

Jón Sigurðsson

Rúnar Þór Njálsson

Kaupa Í körfu

Blönduós | Rúnar Þór Njálsson fékk afhenta viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands (RKÍ) fyrir einstakt björgunarafrek á 112-deginum sem haldin var hátíðlegur á Blönduósi. Rúnar Þór vann ótrúlegt afrek á síðasta ári þegar hann kom til bjargar vini sínum sem fékk sykursýkiskast og ók Rúnar honum meðvitundarlitlum á hjólastól sínum nokkuð langa leið í söluskála N1 á Blönduósi en þaðan var kallað eftir lækni. Einar Óli Fossdal frá RKÍ sagði að hefði Rúnar ekki brugðist með jafnyfirveguðum hætti hefði getað farið illa fyrir vini hans. Rúnar Þór var á dögunum valinn maður ársins á fréttavefnum huni.is fyrir þetta björgunarafrek. MYNDATEXTI Rúnar Þór Njálsson tók við viðurkenningu úr hendi Einars Óla Fossdal frá RKÍ

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar