Nýfæddir kiðlingar

Atli Vigfússon

Nýfæddir kiðlingar

Kaupa Í körfu

MIKIÐ er um að vera í geitahúsinu á Rauðá í Þingeyjarsýslu, en nú eru kiðlingarnir farnir að fæðast hver af öðrum og eru töluvert fyrr á ferðinni en vanalega. Sá fyrsti fæddist 25. janúar sl. og síðan komu nokkrir aðrir í kjölfarið. Þeir eru nú orðnir sprækir og spígspora um stalla og stíur, hoppa og leika listir sínar. Löng hefð er fyrir geitabúskapnum á Rauðá og segist Vilhjálmur Grímsson bóndi þar vera með nær tvo tugi geita í vetur svo það færist heldur betur fjör í leikinn þegar allar eru bornar. Kiðlingarnir eru sannir vorboðar sem iða af fjöri og sniðugum uppátækjum. Þeir gleðja ekki bara ungviðið í sveitinni heldur læðist brosið fram á varir allra sem þá sjá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar