KA - Afturelding 27:25

Skapti Hallgrímsson

KA - Afturelding 27:25

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var rífandi stemmning og mikil spenna á Akureyri í gærkveldi þegar deildarmeistarar KA lögðu Aftureldingu í fyrsta leik undanúrslitakeppninnar. KA-menn höfðu frumkvæðið allan leikinn og forysta þeirra var lengstum þrjú til fjögur mörk. Mosfellingar náðu að minnka muninn tvívegis í eitt mark á lokakaflanum en lengra komust þeir ekki. Arnór Atlason, hinn 16 ára gamli leikmaður KA, átti síðasta orðið í leiknum og gulltryggði sigurinn á lokasekúndunum. Lokatölur 27:25. MYNDATEXTI: Andríus Stelmokas línumaður KA grípur knöttinn á lofti og skorar eitt marka sinna með lúmsku leifturskoti aftur fyrir sig. Mosfellingarnir eru, frá vinstri, Páll Þórólfsson , Alexej Trúfan og Þorkell Guðbrandsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar