Bergiðjan

Bergiðjan

Kaupa Í körfu

Á SJÚKRAHÚSUNUM teppa aldraðir, sem bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili, pláss á skurð- og lyflækningadeildum og á móttökudeildum geðsviðs bíður fólk eftir að komast í endurhæfingu. Þeir sem lokið hafa endurhæfingu bíða eftir að komast í viðeigandi búsetuúrræði úti í samfélaginu og við þetta stíflast hringrásin sem þarf að vera til að svokallað fráflæði geti haldist. Til að bæta ástandið þarf að fjölga viðeigandi úrræðum fyrir geðfatlaða, en annað er uppi á teningnum, þar sem verið er að skerða þá þjónustu sem geðfötluðum stendur til boða. Má í því samhengi nefna að sparnaðaraðgerðir á geðsviði Landspítalans eiga að skila 108 milljónum kr. í sparnaðaráhrif. MYNDATEXTI Bergiðjan Ein af sparnaðaraðgerðunum á geðsviði LSH er að loka starfsendurhæfingu Bergiðjunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar