Áskorun afhent

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Áskorun afhent

Kaupa Í körfu

HÚMANISTAHREYFINGIN tók sér stöðu fyrir framan utanríkisráðuneytið í gær og afhenti fulltrúa ráðuneytisins skjal þar sem fram kemur afstaða hreyfingarinnar til ástandsins í Kenýa. Gerð er skýr grein fyrir ástandinu þar og kallað eftir að ofbeldið verði stöðvað eins fljótt og hægt er. Húmanistahreyfingin beitir sér nú fyrir alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings fólkinu í Kenýa. Í tilkynningu frá Húmanistahreyfingunni segir m.a. að aðgerðirnar nú séu vegna þess að fólk í Kenýa búi við stigvaxandi ofbeldi sem jaðri við borgarastyrjöld. Þessu ástandi svipar mjög mikið til þjóðarmorðsins sem framið var í Rúanda árið 1994 þar sem nærri ein milljón manna féll í valinn á einni viku. Með aðgerðunum eru deilendur í Kenýa, ríkisstjórnir, SÞ og aðrar alþjóðlegar stofnanir og samtök beitt þrýstingi í því skyni að þessir aðilar tryggi að það sama endurtaki sig ekki nú.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar