Hrafnista

Valdís Þórðardóttir

Hrafnista

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var ákveðið að slá til og kanna þetta. Ég held að flestöllum finnist þetta frábær aðstaða og þetta kemur mjög vel út,“ segir Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður hjá HB Granda á Akranesi, en 20 konum, sem nýlega var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, var í gær boðið að kynna sér starfsemi Hrafnistuheimilanna, en þar vantar fólk til starfa. Skúlína segir að Verkalýðsfélagi Akraness hafi borist skeyti um hvort þær konur sem sagt var upp hjá HB Granda á dögunum hefðu áhuga á að kynna sér starfsemi Hrafnistuheimilanna. Konurnar hætta störfum hjá HB Granda 1. júní næstkomandi. Um er að ræða konur á öllum aldri og flestar hafa starfað hjá HB Granda frá fimm og upp í fjörutíu ár. Að sögn Skúlínu eru konurnar farnar að líta í kringum sig eftir annarri vinnu á Akranesi en þar séu ekki mörg störf á lausu sem flokkast geti sem hefðbundin kvennastörf. MYNDATEXTI Starfskonur HB Granda kynntu sér starfsaðstöðu á Hrafnistu í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar