Blaðamannaverðlaunin

Friðrik Tryggvason

Blaðamannaverðlaunin

Kaupa Í körfu

KRISTJÁN Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, hlaut Blaðamannaverðlaun ársins 2007, fyrir fréttir úr hversdagslífi á landsbyggðinni sem vörpuðu ljósi á þjóðfélagsbreytingar. Verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2007 fengu þeir Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafnsson, Stöð 2, fyrir umfjöllun í Kompási. Sameiginlega fengu ritstjórn DV og Sigmar Guðmundsson og Þóra Tómasdóttir verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, vegna umfjöllunar þeirra um Breiðavíkurmálið. Þetta er í fyrsta sinn í fimm ára sögu verðlaunanna að aðilar af tveimur ritstjórnum deila með sér verðlaunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar