Leikfélag eldri borgara Iðnó
Kaupa Í körfu
„KONUR [í félaginu] eru fleiri en karlar enda eru þær félagslyndari. Þær segja að vinna í leikfélagi gefi lífinu gildi. Við gleymum gigtinni og efri árin verða bjartari, segir m.a. í leikskrá sem dreift var meðal frumsýningargesta í Iðnó í gær og víst er að leikgleðin er í fyrirrúmi hjá Snúði og Snældu, leikfélagi eldri borgara. Leikritið Flutningarnir var skrifað sérstaklega fyrir félagið, en það gerði Bjarni Ingvarsson sem einnig leikstýrði hópnum. Inn í sýninguna er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar. Þegar myndin hér að ofan var tekin styttist í stóru stundina og einn leikarinn leitaði ráða hjá leikstjóranum. Verkið er létt og skemmtilegt og oft dundu hlátrasköllin um heimilislegan sal Iðnó á frumsýningunni. Fáar sýningar eru fyrirhugaðar, en þær næstu verða 27. febrúar og 2., 6. og 9. mars.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir