Leikfélag eldri borgara Iðnó

Friðrik Tryggvason

Leikfélag eldri borgara Iðnó

Kaupa Í körfu

„KONUR [í félaginu] eru fleiri en karlar enda eru þær félagslyndari. Þær segja að vinna í leikfélagi gefi lífinu gildi. Við gleymum gigtinni og efri árin verða bjartari, segir m.a. í leikskrá sem dreift var meðal frumsýningargesta í Iðnó í gær og víst er að leikgleðin er í fyrirrúmi hjá Snúði og Snældu, leikfélagi eldri borgara. Leikritið Flutningarnir var skrifað sérstaklega fyrir félagið, en það gerði Bjarni Ingvarsson sem einnig leikstýrði hópnum. Inn í sýninguna er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini Matthíasar Jochumssonar. Þegar myndin hér að ofan var tekin styttist í stóru stundina og einn leikarinn leitaði ráða hjá leikstjóranum. Verkið er létt og skemmtilegt og oft dundu hlátrasköllin um heimilislegan sal Iðnó á frumsýningunni. Fáar sýningar eru fyrirhugaðar, en þær næstu verða 27. febrúar og 2., 6. og 9. mars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar