Fló á skinni

Skapti Hallgrímsson

Fló á skinni

Kaupa Í körfu

AÐEINS eru rúmar tvær vikur síðan Leikfélag Akureyrar frumsýndi farsann Fló á skinni, en þegar hafa verið seldir 10.000 miðar á sýninguna. Því ætti að vera ljóst að fyrir vorið verða fleiri búnir að sjá þessa sýningu á Akureyri en nokkra aðra í sögu LA en tæplega 12.000 sáu Óvita, sem hætt var að sýna fyrir fullu húsi í byrjun árs. Öruggt er að annað áhorfendamet verður slegið í vetur; gestir verða fleiri en nokkru sinni í sögunni á sýningar LA á Akureyri MYNDATEXTI Gaman í leikhúsinu Mikið var klappað í sýningarlok á sunnudagskvöldið, þegar myndin var tekin, eins og eftir aðrar sýningar á Flónni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar