Veitt á ís

Birkir Fanndal Haraldsson

Veitt á ís

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Mývetningar voru komnir fram á vatn með nokkur net til að vaka undir í lok þorra. Þeir eru reyndar ekki margir núorðið sem halda við þeim gamla og góða sið að vaka undir. Þó mátti sjá nokkra bíla frammi á ísnum á föstudaginn í börtu og fallegu veðri. Fréttaritari brá sér fram á ísinn og hitti bændur að máli. MYNDATEXTI Óborganlegt Gunnar Rúnar Pétursson í Vogum var einn að vaka undir norður af Kálfshólmagrunni. Þarna var glær ís og gaman að sjá botninn, net og kafara. Gunnar sagði það ekki vandamál þó hann væri einn. Í góðu veðri væri ánægjan af verunni á ísnum óborganleg. Hann tæki sér góðan tíma í þetta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar