Íþróttaslys

Friðþjófur Helgason

Íþróttaslys

Kaupa Í körfu

BIRKIR Kristinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er ekki í vafa um að Eduardo Da Silva, framherji Arsenal, eigi eftir að ná fullum bata eftir alvarlegt ökklabrot s.l. laugardag í ensku úrvalsdeildinni. Birkir segir að hann hafi ekki séð atvikið í sjónvarpinu en hann upplifði sjálfur svipuð meiðsli sem leikmaður KA sumarið 1984 þar sem að ökkli hans snéri öfugt í bikarleik gegn Val á Hlíðarenda MYNDATEXTI Valsmaðurinn Grímur Sæmundsen brá sér í hlutverk læknis á Hlíðarenda fimmtudagskvöldið 5. júlí árið 1984 þegar Birkir Kristinsson brotnaði illa á ökkla. Fóturinn snéri öfugt á Birki sem liggur á bakinu á grasinu. KA-mennirnir Steingrímur Birgisson og Njáll Eiðsson aðstoða Grím og Guðmundur Þorbjörnsson úr Val kannaði einnig ástand markvarðarins. Birkir var frá keppni í tæpt ár og segir hann að endurhæfingin hafi verið erfið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar