Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og Constantin Simeonidi

Valdís Þórðardóttir

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og Constantin Simeonidi

Kaupa Í körfu

Hvert sem við förum þá er farsíminn aldrei langt undan, ávallt í sambandi með örfáum undantekningum, svo sem í flugvélum. Aðrir exótískari staðir án hefðbundins farsímasambands eru yfirleitt fáfarnir jökultindar, myrkir frumskógar og heimshöfin. Undirrituð þurfti aðeins að sigla á innhafi til næstu nágranna Helsinki, Stokkhólms í Svíþjóð og Tallinn í Eistlandi, til að þola nokkurra klukkutíma sambandsleysi í ferjunni. Síðan þá er ekki einu sinni ár liðið, og má undrum sæta að markaðurinn fyrir símasamband um borð hafi verið svo vannýttur. On-Waves er tæplega ársgamalt fyrirtæki í meirihlutaeigu Símans og hefur byggt upp fyrirtækið og tæknina sem það nýtir í samstarfi við Símann. On-Waves veitir fjarskiptaþjónustu á höfum úti og í háloftunum. Sem stendur er meirihluti viðskiptanna GSM-þjónusta um borð í ferjum og skemmtiferðaskipum. MYNDATEXTI Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, og Constantin Simeonidis, framkvæmdastjóri On-Waves. Starfsmenn On-Waves eru aðeins fimm talsins, en þeir njóta góðs af samstarfi við starfsmenn Símans þegar þörf krefur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar