Loðna við Vestmannaeyjar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Loðna við Vestmannaeyjar

Kaupa Í körfu

LOÐNUVEIÐAR eru hafnar að nýju eftir stutt stopp á stopulli vertíð, þó leyfilegur afli nú verði sá minnsti í meira en aldarfjórðung. Nú mega íslensku skipin aðeins veiða 100.000 tonn, en þegar bezt lét var loðnuafli Íslendinga vel yfir eina milljón tonna á vertíð. Sjómenn láta ekki brim og rysjótta tíð hindra sig við sjósóknina og nú færa þeir björg í bú. Fiskverkafólk í landi hefur lengi beðið vertíðarinnar, en á henni hefur mikill hluti fólks í bæjum eins og Vestmannaeyjum lungann af árstekjum sínum. Nú er vinnslan hafin. Loðnan er fryst og kreist úr henni hrognin og allt kapp lagt á eins mikla verðmætasköpun úr litlum aflaheimildum og hægt er. Í gær var allt komið á fulla ferð í Eyjum enda miðin rétt við eyjarnar. Gera má ráð fyrir að þessi litla loðnuvertíð geti skilað fjórum milljörðum króna að minnsta kosti í útflutningsverðmæti. Frysta loðnan og hrognin fara að mestu leyti til Japans og fyrir afurðirnar fæst mjög hátt verð, enda er eftirspurnin eftir góðgætinu mikil um þessar mundir. |

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar