Aðalfundur Exista

Aðalfundur Exista

Kaupa Í körfu

ALLIR dagskrárliðir voru samþykktir samhljóða á aðalfundi Exista sem fram fór á Hilton Nordica í gær, og engar athugasemdir bárust úr sal. Mættir voru 160 hluthafar, fulltrúar 77,5% hlutafjár. Stjórn félagsins, sem var sjálfkjörin og óbreytt, lagði til að enginn arður yrði greiddur fyrir árið 2007. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður, sagði í ræðu sinni að þetta væri varúðarráðstöfun vegna óróa á mörkuðum, en hana mætti endurskoða ef sýnilegur bati yrði síðar á árinu MYNDATEXTI Stjórnarformaður Exista sagði getgátur um að félagið væri undir auknum þrýstingi að selja helstu eignir sínar ekki á rökum reistar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar