Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Ég átti heima í Vesturbænum og fór í fermingarfræðslu í Dómkirkjuna. Séra Bragi frændi minn var prestur í Garðakirkju á þeim tíma, en hann skírði mig líka og þess vegna fermdist ég þar. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar til baka til fermingardagsins þíns? Ætli það sé ekki bara veislan sem afi minn gaf okkur frændsystkinunum. Við Magnús Jónsson frændi minn fermdumst saman og veislan var haldin á Hótel Sögu. Það kom upp smámisskilningur í veislunni og allir gestirnir héldu að frændfólk mitt hefði lent í svakalegu bílslysi á leiðinni, en svo kom í ljós að það var bara ys og þys út af engu MYNDATEXTI Stíllinn á fermingarmynd Ísgerðar Eflu er klassískur og eldist vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar