Í Bessastaðakirkju

Í Bessastaðakirkju

Kaupa Í körfu

Sum hafa beðið lengi eftir að hann rynni upp, hlakkað til og undirbúið sig í fermingarfræðslunni. Þetta er stóri dagurinn fyrir unglinginn sem kýs að fermast, ekki aðeins staðfesting á skírninni og trúarleg vígsla heldur vísir að því að hann er að komast í fullorðinna manna tölu. Það er því margt að gerast á þessu ári sem unglingurinn er 13-14 ára, svo miklar breytingar bæði innra með honum og í hinu ytra umhverfi. Fermingin er bara einn af þeim þáttum að breytingar eru í nánd, jafnvel hafnar. Hún minnir alla þá er að fermingarbarninu standa að taka þátt í upplifun þess, sýna umburðarlyndi og skilning á meðan það er að fóta sig í nýrri tilveru, sýna áhugamálum þess og hugðarefnum áhuga en vera jafnframt uppörvandi leiðbeinandi. Fermingardagurinn sjálfur er sá fyrsti af stóru dögunum á lífsleiðinni, dagur sem flestir muna mætavel eftir fram á fullorðinsár. Það er því mikið á sig lagt að gera hann þannig úr garði að eftir sitji gleði í hjarta og sæla í sál. Það eru tilfinningar sem skemmtilegt er að rifja upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar