Fermingargreiðslur

Fermingargreiðslur

Kaupa Í körfu

stúlkunum skiptir fermingargreiðslan og skrautið miklu máli og þegar frá líður segir hún oft mikið til um tískuna á fermingartímabilinu. Stúlkurnar fara iðulega tvisvar í greiðslu, fyrst prufugreiðslu, þar sem þær fá sér flestar strípur eða skol, og svo á fermingardaginn sjálfan. Strákarnir láta sér nægja að fara í klippingu og fara fæstir í sérstaka greiðslu á stóra daginn heldur laga það bara til sjálfir en áður hafa þeir oft fengið sér strípur. Svala Ólafsdóttir, snyrtifræðingur og hárgreiðslumeistari hjá Hári og sminki, segir að hjá þeim sé klippingin stutt að aftan en síð að framan ásamt toppnum og hárið haft til hliðar. Hjá stelpunum séu liðir mjög í tísku núna. Hárið er tekið til hliðar og svo eru snúningar og fléttur. Það er síðan skreytt með spennum með semelíusteinum og perlum en nota má bæði stórar og litlar. Hér eru myndir af fermingargreiðslum og -klippingum sem Svala á heiðurinn af. MYNDATEXTI Toppar Síðir toppar eru í tísku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar