Innlit

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Innlit

Kaupa Í körfu

Einhverju sinni voru húsakynnin við Lindargötu full af karamellu, súkkulaðistaurum og páskaeggjum. Nú búa þar félagsfræðingur og auglýsingamaður sem Fríða Björnsdóttir heimsótti. Lengi hefur tíðkast, t.d. í New York, að breyta verksmiðju- og iðnaðarhúsnæði, loftum eins og slíkt húsnæði er kallað þar á bæ, í flottar og eftirsóttar íbúðir. Minna hefur verið gert af því hér þótt það þekkist. Fram á níunda áratuginn var Sælgætis- og efnagerðin Freyja til húsa í tveimur stórum sambyggðum húsum við Lindargötu. Í þessum húsum eru nú fallegar íbúðir, sannkölluð loft. MYNDATEXTI Eldhúsveggurinn lítur út eins og hann sé hlaðinn úr rauðum múrsteini en hann klæddur sérstökum veggplötum sem tók iðnaðarmenn eina þrjá daga að púsla saman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar