Haraldur Ólafsson uppstoppari

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Haraldur Ólafsson uppstoppari

Kaupa Í körfu

ÍSLENDINGUM vegnaði einstaklega vel á nýafstöðnu heimsmeistaramóti í uppstoppun sem haldið var í Salzburg í Austurríki. Haraldur Ólafsson var annar besti uppstoppari í heimi í flokki fiska í keppni meistara, en hann fékk 90 stig af 100 mögulegum fyrir uppstoppaðan lax úr Laxá í Aðaldal. Árangur hans var besti árangur Norðurlandabúa á mótinu. Brynja Davíðsdóttir hamskeri fékk 84 stig af 100 mögulegum, sem samsvarar annarri einkunn eða öðrum verðlaunum, fyrir uppstoppaðan snjótittling í flokki smáfugla í keppni atvinnumanna. MYNDATEXTI Besti árangur minn til þessa Haraldur Ólafsson með verðlaunin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar