Kvennafjallaferð

Kvennafjallaferð

Kaupa Í körfu

ÞETTA er miklu skemmtilegra þegar karlarnir eru ekki með og það ríkir allt önnur stemning. Það er rosafjör hjá okkur og gleði, kvöldvökur með kjötsúpu, gítar og söng, sagði Kristín Sigurðardóttir, talsmaður stórs kvennahóps ferðaklúbbsins 4x4 er lagði upp í jeppaferð á föstudaginn og er væntanlegur aftur til Reykjavíkur í dag. Konurnar lögðu af stað í nokkrum hópum og náði ljósmyndari Morgunblaðsins mynd af einum þeirra. Alls eru konurnar 56 talsins á 23 bílum og er sú yngsta aðeins tólf ára. Hópurinn heldur til í skála ferðaklúbbsins við Hofsjökul, en leggur í ferðir þaðan og var förinni m.a. heitið upp á Hofsjökul í gær. Við förum heim á morgun og það fer eftir veðri hvort við förum yfir Langjökul, sagði Kristín og ákafinn leyndi sér ekki í röddinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar