Stjarnan - Fylkir 20;25 Úrslit í bikarkeppni kvenna í handbolta

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Stjarnan - Fylkir 20;25 Úrslit í bikarkeppni kvenna í handbolta

Kaupa Í körfu

Skaut Fylki í kaf með 14 mörkum - Árbæingar klúðruðu fjórum vítaköstum og misstu þar með af bikarnum. Þegar til kastanna kom þá reyndist þrautin þyngri fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar í handknattleik kvenna að leggja lið Fylkis í úrslitaleik Eimskipsbikarsins í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Himinn og haf skilur liðin að í deildarkeppninni, en engu að síður varð leikurinn bráðskemmtilegur og spennandi þar sem Stjarnan stóð að lokum uppi sem sigurvegari 25:20. MYNDATEXTI: Meistarar Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði Stjörnunnar, og Elísabet Gunnarsdóttir lyfta bikarnum á loft í Laugardalhöllinni eftir sigurinn á Fylki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar