Í lestinni

Helga Mattína

Í lestinni

Kaupa Í körfu

ÞETTA er afskaplega vænn og fallegur fiskur. Hann er mjög vel á sig kominn, óvenju vænn miðað við það sem við höfum átt að venjast. Meðalvigtin er sjö til átta kíló og allt upp í tíu til tólf kíló í einstaka trossu. Þorskurinn er miklu betur á sig kominn en í fyrra, mjög lifrarmikill og alla vega einu og hálfu kílói þyngri að meðaltali nú en þá, sagði Gylfi Gunnarsson, skipstjóri á Þorleifi EA, í samtali við Verið í gær MYNDATEXTI Löndun Áhöfnin á Þorleifi EA er nokkuð ánægð með gang mála að veðrinu undanskildu. Svafar Gylfason virðist kunna vel við sig í lestinni. Þeir komu í land í Grímsey í gær með um sex tonn af þorski, sem fengust í átta trossur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar