Þríburar fermast
Kaupa Í körfu
SÉRA Ólöf Ólafsdóttir fermir þrjú barnabörn sín, þríbura úr Reykjanesbæ, í Grafarvogskirkju 15. mars næstkomandi. Ólöf starfaði sem prestur aldraðra. Hún skírði systkinin á sínum tíma og hefur skírt og fermt barnabörnin frá því hún tók vígslu. Þetta er bara ein ferming, þótt þau séu þrjú, sömu gestirnir og sama veislan. Eintóm hamingja, segir Inga Ingólfsdóttir, móðir fermingarbarnanna Ólafar, Söru og Sindra Stefánsbarna, þegar hún er spurð að því hvort ekki sé mikið mál að undirbúa fermingu þriggja barna. Fjölskyldan flutti úr Grafarvoginum í Dalshverfi í Reykjanesbæ í desember. Við vorum búin að panta kirkjuna og salinn fyrir ári og vildum halda því þótt við værum flutt. Það er nóg fyrir börnin að aðlagast nýjum skóla og umhverfi, segir Inga og tekur fram að allt gangi vel. Fermingin fer fram við messu þannig að allir gestirnir geta verið við athöfnina og farið síðan í veisluna á eftir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir