Iðnþing

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Iðnþing

Kaupa Í körfu

KOSTIR og gallar evru eru um leið kostir og gallar fullrar inngöngu í ESB, sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni á Iðnþingi í gær. Evran væri þó vafalaust einn sá kostur sem aðild að ESB hefði umfram EES, en að óbreyttu kæmi einhliða upptaka evrunnar ekki til greina. Nú þegar skerpt hefði verið á umræðunni í Evrópumálum þyrftu bæði stuðningsmenn og þeir sem eru andvígir aðild að ESB að rökstyðja málstað sinn. Sjálfur sagði Illugi þá stöðu að standa utan ESB vel raunhæfa. Við eigum að halda í innri markaði Evrópu án þess að loka okkur þar inni. MYNDATEXTI Ekki lokast inni Illugi Gunnarsson sagði í ávarpi sínu að Íslendingar ættu að halda í innri markaði Evrópu án þess að loka sig þar inni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar