Fréttafundur barna Grænatúni

Fréttafundur barna Grænatúni

Kaupa Í körfu

FRÉTTAMENNSKA virðist vera börnunum í leikskólanum Grænatúni í Kópavogi í blóð borin, en síðastliðið ár hafa fréttadagar verið haldnir á föstudagsmorgnum. Þá velja börnin sér frétt sem þau koma með útklippta í skólann og útskýra um hvað hún fjallar. Þessi nýbreytni hefur vakið mikla kátínu hjá krökkunum, sem eru duglegir við að velja sér skemmtilegar fréttir og deila með hinum MYNDATEXTI Kátir krakkar Elstu börnin í Grænatúni samankomin. Á föstudögum eru fréttadagar í skólanum og börnin velja þá fréttir og koma með í skólann. Þau velja fréttirnar gjarnan út frá myndunum sem þeim fylgja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar